FORMÁLI

Vefútgáfa Landsmarkaskrár markar tímamót í birtingu búfjármarka hér á landi. Hún á sér langan ađdraganda og var orđin mjög tímabćr vegna sívaxandi tölvunotkunar á seinni árum. Tölvudeild Bćndasamtaka Íslands (áđur Búnađarfélags Íslands) skráđi öll mörk í Landsmarkaskrá allt frá 1989 og hafa ţrjár slíkar veriđ gefnar út á prenti, 1989, 1997 og 2004. Nú, 2012, voru gefnar út nýjar markaskrár í öllum markaumdćmum landsins, 17 ađ tölu, og var ţeim dreift fyrir og um réttir í haust. Efni ţeirra myndar grunn ţessarar vefútgáfu auk ţeirra marka sem síđan hafa borist til birtingar frá markavörđum. Framvegis verđur hún í stöđugri endurnýjum, ný mörk verđa skráđ inn jafnóđum og ţau berast, og ţví verđur hćgt ađ leita öruggra upplýsinga úr henni eftir ţörfum, hvenćr sem er. Nýtt forrit hefur nú leyst hiđ gamla af hólmi.

Auk markanna er ýmiss konar annar fróđleikur í skránni varđandi fjallskil og notkun marka, ţar međ um liti plötumerkja eftir landsvćđum ađ ógleymdum öllum bćjarnúmerum í landinu. Til fróđleiks má geta ţess ađ nú ţegar vefútgáfu Landsmarkaskrár er hleypt af stokkunum eru ţar samtals 14.700 mörk ađ frostmörkum međtöldum.

Svo sem bent hefur veriđ á í formálum fyrri Landsmarkaskráa eru eyrnamörkin af norrćnum uppruna, hafa veriđ í notkun allt frá landnámi og tengjast náiđ nýtingu afrétta og annarra sameiginlegra sumarbeitilanda. Ekki er vitađ til ţess ađ notkun marka og útgáfa markaskráa sé nokkurs stađar nú á tímum međ jafn skipulegum hćtti og hér á landi.

Svo sem tilgreint er í reglugerđ nr. 200/1998 er skylt er ađ nota sömu markaheiti í markaskrám um land allt og rađa ţeim ţannig í starfrófsröđ í öllum markaskrám; Fyrst skal rađa mörkum, sem ađeins eru á vinstra eyra og nota heitiđ "Alheilt hćgra" í dálki fyrir mark á hćgra eyra. Á mörkuđu eyra skal fyrst lýst yfirmarki, síđan undirbenjum niđur eftir eyranu ađ framan og ţví nćst á sama hátt aftan á eyra.

Öllum markavörđum í landinu, 22 ađ tölu, ţakka ég ánćgjulegt samstarf viđ útgáfu markaskráa 2012. Guđlaug Eyţórsdóttir í Tölvudeild BÍ hefur nú sem fyrr annast alla tölvuskráningu og séđ um uppsetningu efnis bćđi fyrir markaskrárnar 17 og vefútgáfu Landsmarkaskrár. Henni fćri ég bestu ţakkir og sömuleiđis höfundum nýja forritsins ţeim Jóhanni Ţór Sigurvinssyni og Ţorberg Ţ. Ţorbergssyni. Ţá er ég ţakklátur Jóni Baldri Lorange sviđsstjóra Tölvudeildar BÍ fyrir ţann skilning sem hann hefur sýnt ţessu ţarfa verkefni. Samvinnan viđ tölvudeildina hefur veriđ prýđileg í alla stađi.

Megi nýja skráin verđa sem flestum til gagns og fróđleiks.

Bćndahöllinni, 30. nóvember 2012
Ólafur R. Dýrmundsson